frett12.jpg

Boðskort í sólina

Boðskort í sólina: Gríðarlega mikill heiður fyrir íslenskan snóker

Gunnar Hreiðarsson og Guðni Þormar Pálsson verða fulltrúar Íslands í glænýrri 24 þjóða liðakeppni á vegum IBSF og er ætlunin að þessi viðburður fari fram árlega. Mótið hlýtur nafnið World Team Cup og verður haldið í Katar dagana 27. febrúar til 2. mars.

Ástæðan fyrir boðskorti alþjóða snókersambandsins til Íslands er auðvitað glæsilegur árangur Kristjáns Helgasonar og Jóns Inga Ægissonar á EM í Albaníu í fyrra en þar gerðu þeir sér lítið fyrir og urðu Evrópumeistarar í liðakeppni.

Herra 147 og Suðurnesjatröllið afþökkuðu hins vegar ferðalag í olíuríkið en þeir einblína á þátttöku í World Snooker Championship mótinu á Möltu í næsta mánuði. Þar eru gómsætir og girnilegir vinningar í boði en nánar um það síðar.

Eftir að Kristján og Jón Ingi höfðu gengið úr skaftinu varð til "smá hausverkur" fyrir stjórn BSÍ að velja leikmenn með skömmum fyrirvara í þetta verkefni. En eftir ágæta yfirlegu þótti sanngjarnt og viðeigandi að bjóða Gunnari og Guðna þennan þátttökurétt.

Gunnar Hreiðarsson varð Íslandsmeistari árið 2008 og er ríkjandi stigameistari í bæði opna -og 40+ flokknum frá síðasta tímabili. Á þessari leiktíð er Gunni einnig mjög ofarlega á báðum listum en hann hefur lítið spilað í útlöndum. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir kappann að fá smjörþefinn af spilamennsku á erlendri grundu.

Guðni Pálsson er ríkjandi meistari í tvíliðaleik ásamt Þorra Jenssyni en bílasalinn okkar hefur átt virkilega gott tímabil. Hann varð bikarmeistari í desember og vann sitt fyrsta stigamót á ferlinum í opna flokknum strax í byrjun janúar. Þess má líka geta að Guðni og Gunni hafa verið þéttir æfingafélagar í vetur og er ég sannfærður um að þeir eigi eftir að verða flottir og glæsilegir fulltrúar okkar, landi og þjóð til sóma. Gangi ykkur sem allra best drengir ! Áfram Ísland !

frett11.jpg

Úrslit 3. stigamóts 40 ára og eldri

Ásgeir Jón Guðbjartsson, silfurrefurinn smakkaði á langþráðu gulli þegar hann sigraði Guðna Pálsson 4-1 í úrslitaleik í flokki spilara 40 ára og eldri um síðustu helgi á Billiardbarnum.

Ásgeir hefur verið gríðarlega stöðugur í sinni spilamennsku í allan vetur en þetta var fjórði úrslitaleikurinn á tímabilinu sem hann tekur þátt í, þar af sá þriðji á móti Guðna. Allt er þegar þrennt er, því loksins í þriðju tilraun náði Ásgeir að leggja bílasalann að velli.

En það er meiri snóker framundan. Sjöunda stigamótið í opna flokknum fer fram um næstu helgi og þar eru Ásgeir og Guðni í hörku baráttu um efsta sætið á stigalistanum góða. Nú eru aðeins tvö mót eftir og spennan fer að magnast. Hver tekur stigameistaratitilinn þetta árið?

Það er ýmsum spurningum ósvarað. Komast þeir félagar Ásgeir og Guðni enn einu sinni í úrslitaleikinn eða mætir Kristján gullkálfur og kemur í veg fyrir enn eitt sunnudags stefnumótið hjá þeim piltum? Það er virkilega spennandi helgi í vændum og hvet ég því alla til að mæta.

frett10.jpg

Norðurlandamótið í snóker 2018

Riðlakeppninni á Norðurlandamótinu í snóker lauk í dag. Jónas Þór Jónasson var eini íslenski keppandinn sem komst áfram í 16 manna úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað báðum sínum leikjum í dag.

Jónas var með 2 sigurleiki frá því í gær og í lokin reyndist hann jafn Norðmanni og Dana, allir þrír með 2 sigra hver en komst áfram á betra rammahlutfalli. Jónas mætir Daniel Kandi, 34 ára gömlum dönskum spilara í 16 manna úrslitum á morgun föstudag.

Sá kappi hefur fimm sinnum orðið danskur meistari og vann alla fjóra leiki sína í riðlinum þar á meðal viðureign gegn okkar manni Brynjari Kristjánssyni.

frett1.jpg

Úrslit 5. stigamóts tímabilið 2017/2018

Guðni Þormar Pálsson varð hlutskarpastur á 5. stigamóti tímabilsins sem leikið var á Billiardbarnum um liðna helgi. Guðni hefur verið í hópi bestu spilara landsins um langa hríð en loksins landaði hann sínum fyrsta stigamótstitli í opna flokknum er hann bar sigurorð af Ásgeiri Guðbjartssyni í úrslitaleik 4-2.

Continue reading

frett2.jpg

Snooker kings of the North

Kristján Helgason mátar sig við atvinnumanninn Eden Sharav í Reykjanesbæ í kvöld en þessi 25 ára gamli skoski strákur ættaður frá Ísrael er í 102. sæti heimslistans.

Eden hefur verið í fríi á Íslandi síðustu daga og kom í heimsókn á Billiardbarinn í vikunni í góðu föruneyti við Sigurð Kristjánsson félaga sinn.Sharav gerði 147 í æfingaleik sínum á Billanum og virðist í mjög góðu formi