frett8.jpg

Úrslit 1. stigamóts 40 ára og eldri

Tollvörðurinn af Suðurnesjum, Jón Ingi Ægisson reyndist hlutskarpastur á fyrsta stigamóti tímabilsins í flokki 40 ára og eldri eftir sigur á Bjarna Má Bjarnasyni 4-1 í úrslitaleik á Billiardbarnum í dag.

Jón Ingi varð efstur í sínum riðli og sló ekki slöku við þegar kom að útsláttarfyrirkomulaginu þar sem hann sigraði Tryggvi Erlingsson 3-0 í 8 manna úrslitum, Gunnar Hreiðarsson 3-1 í undanúrslitum og Bjarna Má að lokum í sjálfum úrslitaleiknum.

Continue reading

frett9.jpg

Úrslit 1. stigamóts tímabilið 2017/2018

Brynjar Kristjansson stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta stigamóti tímabilsins eftir sannfærandi 4-1 sigur á Ásgeiri Guðbjartssyni í úrslitaleik.

Langþráður stigamótstitill í höfn hjá Binna en síðasti titill kom í hús í Hveragerði fyrir 18 mánuðum. Í mars og apríl 2016 vann Binni tvö mót í röð og í bæði skiptin fóru leikar 4-1.

Andstæðingar hans þá voru Bjarni Már Bjarnason og Jón Ingi Ægisson. Til hamingju Brynjar með flottan árangur um helgina!