jon_ingi.jpg

Jón Ingi meistari 40+

Jón Ingi Ægisson varð Íslandsmeistari í flokki leikmanna 40 ára og eldri á Billiardbarnum um helgina. Jón hafði betur gegn góðum félaga sínum, Ásgeiri Guðbjartssyni í úrslitaleik 6-3.

Þess má geta að þetta er þriðja árið í röð sem tollvörðurinn af Suðurnesjum vinnur Íslandsmeistaratitilinn í þessum flokki en árið 2016 landaði kappinn 6-5 sigri á móti Brynjari Kristjánssyni í dramatískum úrslitaleik. Í fyrra náði Jón að verja titil sinn eftir úrslitaviðureign 6-4 gegn Gunnari Hreiðarssyni.

Til að bæta enn einni rósinni í hnappagatið má nefna að Jón Ingi Ægisson varð einnig stigameistari á þessu tímabili í þessum ágæta aldursflokki.

Innilega til hamingju með þennan magnaða árangur!