santa.jpg

Santa meistari í 1. flokki

Santa Gurung vann Íslandsmótið í 1. flokki á Billiardbarnum í dag. Santa spilaði gríðarlega spennandi úrslitaleik við Guðbjart Ásgeirsson sem endaði 4-3 en strákurinn frá Nepal hafði sigur á bleiku í lokin. Einnig er rétt að geta þess að Santa vann 3-0 sigur í undanúrslitum gegn Bernharð Bernharðsson ríkjandi meistara í þessum flokki. Innilega til hamingju með þennan titil Santa. — með Santa Gurung.