frett13.jpg

Lokamót Masters

Lokamótið í Masters: Jón Ingi stigameistari

Ásgeir Guðbjartsson hafði betur gegn Jóni Inga Ægissyni 4-3 í líklega mest spennandi úrslitaleik tímabilsins til þessa. Jón komst í 2-1 og 3-2 en Ásgeir náði með miklu harðfylgi að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn í úrslitaramma.

Ef verðlaun væru veitt fyrir stöðugustu spilamennsku vetrarins þá kæmi Ásgeir sterklega til greina. Hann hefur tekið þátt í 10 mótum á þessari leiktíð og 7 sinnum komist í undanúrslit. Kappinn hefur spilað 5 úrslitaleiki og unnið 2 en báðir sigrarnir komu í Masters flokknum.

Þetta var síðasta mót tímabilsins í Masters flokknum og þar landaði tollvörðurinn af Suðurnesjum stigamótstitlinum með 1020 stig en þess má geta að Jón Ingi er ríkjandi Íslandsmeistari síðustu tveggja ára í þessum flokki. Fréttaveita 147.is óskar því báðum leikmönnum innilega til hamingju með glæsilegan árangur !