frett11.jpg

Úrslit 3. stigamóts 40 ára og eldri

Ásgeir Jón Guðbjartsson, silfurrefurinn smakkaði á langþráðu gulli þegar hann sigraði Guðna Pálsson 4-1 í úrslitaleik í flokki spilara 40 ára og eldri um síðustu helgi á Billiardbarnum.

Ásgeir hefur verið gríðarlega stöðugur í sinni spilamennsku í allan vetur en þetta var fjórði úrslitaleikurinn á tímabilinu sem hann tekur þátt í, þar af sá þriðji á móti Guðna. Allt er þegar þrennt er, því loksins í þriðju tilraun náði Ásgeir að leggja bílasalann að velli.

En það er meiri snóker framundan. Sjöunda stigamótið í opna flokknum fer fram um næstu helgi og þar eru Ásgeir og Guðni í hörku baráttu um efsta sætið á stigalistanum góða. Nú eru aðeins tvö mót eftir og spennan fer að magnast. Hver tekur stigameistaratitilinn þetta árið?

Það er ýmsum spurningum ósvarað. Komast þeir félagar Ásgeir og Guðni enn einu sinni í úrslitaleikinn eða mætir Kristján gullkálfur og kemur í veg fyrir enn eitt sunnudags stefnumótið hjá þeim piltum? Það er virkilega spennandi helgi í vændum og hvet ég því alla til að mæta.