frett10.jpg

Norðurlandamótið í snóker 2018

Riðlakeppninni á Norðurlandamótinu í snóker lauk í dag. Jónas Þór Jónasson var eini íslenski keppandinn sem komst áfram í 16 manna úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað báðum sínum leikjum í dag.

Jónas var með 2 sigurleiki frá því í gær og í lokin reyndist hann jafn Norðmanni og Dana, allir þrír með 2 sigra hver en komst áfram á betra rammahlutfalli. Jónas mætir Daniel Kandi, 34 ára gömlum dönskum spilara í 16 manna úrslitum á morgun föstudag.

Sá kappi hefur fimm sinnum orðið danskur meistari og vann alla fjóra leiki sína í riðlinum þar á meðal viðureign gegn okkar manni Brynjari Kristjánssyni.